„Það er eitthvað bogið við hugsunarhátt forystufólks BHM,” skrifar Jón Baldur Lorange á bloggsíðu sína. Hann heldur því fram að það myndi heyrast hljóð út horni ef Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, væri formaður BHM og Samfylkingin og vinstri grænir í ríkisstjórn. Þar vísar hann til þess að Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi þingmaður, ráðherra og framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar er formaður BHM og gangi hart fram í kjaradeilum við ríkið.

Jón Baldur segir að að Páll Halldórsson, formaður samningaviðræðunefndar BHM og Þórunn Sveinbjarnadóttir, setji upp „fýlusvip” þegar reynt er að finna nýja leiki til að brjóta upp þráteflið í kjaraviðræðunum:

„Þau sögðu nei takk áður en tillagan um sáttanefnd var borin undir þau. Þau vilji bara semja á sínum forsendum með ,,samfylkjaðan” ríkissáttasemjara. Svo ,,spillist” samninganefnd hjúkrunarfræðinga af ,,rétttrúnaði” fyrrverandi framkvæmdastjóra og ráðherra Samfylkingarinnar.

Ef ríkið vilji semja þá séu þau að sönnu reiðubúin en það verði þá að vera á þeirra forsendum og í samræmi við þeirra kröfur! ,,Vonda ríkisstjórnin” skuli ekki fá neinn afslátt af þeim kröfum, og ef hún geti ekki mannað sig upp í að semja þá eigi hún bara að fara frá. Þá geti ný ríkisstjórn tekið við og þá verði málið klárið hratt og örugglega á sellufundi í Samfylkingunni, enda allir aðilar málsins fullgildir félagar.”

Jón Baldur skrifar:„

„Hvað hefði verið sagt ef málinu yrði snúið á hvolf. Samfylkingin og Vinstri grænir væru í ríkisstjórn. Og formaður samninganefndar væri harður nýfrjálshyggjupostuli, ja segjum Hannes Hólmsteinn Gissurarson, og formaður BHM væri sjálfur Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Myndi þá ekki heyrast hljóð úr horni í ,,rétttrúnaðarkirkju” vinstri elítunnar?”