Manifesto hægri manns er ný bók eftir Óla Björn Kárason [ábyrgðarmann T24] sem Ugla hefur gefið út. Bókin er safn greina og pistla sem Óli Björn hefur skrifað undanfarin fjögur ár í Morgunblaðið, Þjóðmál og hér á T24.

Í formála segir að ekki sé um heildarsafn að ræða enda margt skrifað í dagsins önn og eigi lítið erindi til lengri tíma. Við valið á greinum er fylgt þeirri reglu að með safninu fáist góð innsýn í skoðanir og hugmyndafræði höfundar. Heiti bókarinnar – Manifesto hægri manns – kemur frá grein sem birtist í sumarhefti Þjóðmála árið 2011.
Bókinni er skipt niður í sjö meginkafla til að gera efnið aðgengilegra og er greinunum raðað í tímaröð innan hvers kafla – þær elstu fyrst:

  • Sjálfstæðisflokkurinn
  • Atvinnu- og viðskiptalíf
  • Ríkisfjármál, efnahagsmál, lífeyrismál og velferðarkerfið
  • Icesave
  • Utanríkismál
  • Stjórnmálaflokkar, landsdómur, stjórnarskrá og dægurmál
  • Fjölmiðlar, dómstólar og réttarríkið