Á áttunda og níunda áratug tuttugustu aldar voru íslensk stjórnvöld og útgerðarfélög ekki að hrinda í framkvæmd neinum fræðikenningum, heldur að þreifa sig áfram með aðferð happa og glappa, allt frá því að kvóti var fyrst settur á síld 1975. Margvísleg mistök voru gerð, og erfitt var að ná samkomulagi innan sjávarútvegsins og á Alþingi. En það tókst, og altækt kvótakerfi hefur staðið frá 1990 og reynst vel. Þeir, sem þurftu að hætta veiðum, af því að fækka þurfti bátum, voru ekki hraktir út úr greininni, heldur keyptir út úr henni.

Hannes Hólmsteinn GissurarsonHannes Hólmsteinn