Svo eru einhverjir vinstri menn svo samdauna rétttrúnaði sínum að þeir sjá ekki eigin hlutdrægni og verja þessa framsetningu á samfélagsmiðlum. Reynsla mín er sú að frjálshyggjumenn þekki rök vinstri manna betur en vinstri menn þekkja rök frjálshyggjumanna. Ég hélt að það væri vegna þess að frjálshyggjumenn væru svo opnir fyrir rökum annarra og sjálfsgagnrýnir. En ég hef sannfærst með árunum um að það sé ekki ástæðan, hvort sem frjálshyggjumenn hafi þessa mannkosti eða ekki. Það reynir ekki á það. Vinstri sjónarmið og forsendur eru úti um allt í skólum og fjölmiðlum. Auðvitað þekkja frjálshyggjumenn til þeirra.

Gunnlaugur Jónsson