Ýmsir íslenskir fræðimenn hafa einmitt gripið til drambs, þegar þeir ræða um bankahrunið haustið 2008. Íslendingar hafi miklast um of, ætlað sér að sigra heiminn, talið sig skara fram úr öðrum þjóðum. Þeir hafi verið á valdi goðsagna um sjálfa sig, sem til hafi orðið í sjálfstæðisbaráttu 19. aldar. Til dæmis um þetta eru hafðar ræður forseta Íslands við ýmis tækifæri fyrir bankahrunið og skýrslur Viðskiptaráðs og starfshóps forsætisráðuneytisins um ímynd Íslands (Kristín Loftsdóttir 2015, 9–10; Vilhjálmur Árnason 2015, 55). Hér skal því haldið fram, að dramb skýri að minnsta kosti ekki bankahrunið og að Íslendingar geti nú sem fyrr borið höfuðið hátt. Vissulega hafi ýmsar goðsagnir sprottið upp úr sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, en helsti leiðtogi hennar, Jón Sigurðsson, hafiverið raunsær framfaramaður og ekki stuðst við þær goðsagnir frekar en þeir stjórnmálamenn, sem lyftu merkinu eftir hann.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson