Það er öllum ljóst að forystufólk í verkalýðshreyfingunni er ekki í stuðningsliði núverandi ríkisstjórnar, heldur þvert á móti. Þá liggur fyrir að lítill trúnaður ríkir á milli aðila vinnumarkaðarins, ef nokkur. Það er ekki lengur ESB málið sem heldur þeim saman. Almenningur finnur fyrir spennu milli forystumanna atvinnurekenda og launþega hvert sem litið er. Þar tala menn ekki saman og þar skylmast menn með orðum. Þar er allt stál í stál. Allt þetta, vekur hjá manni ugg um framtíðina.

Jón Baldur Lorange