Fáir eiga þó meira undir því en stjórnmálamenn að njóta trausts fólksins í landinu. En hinu er ekki að neita að sumt af því sem fyrir augu ber af vettvangi stjórnmálanna er tæplega til þess fallið að vekja mönnum traust. Furðu margir segja hálfsatt eða ósatt og virðast ekki leiða hugann eina örskotsstund að heiðri sínum og orðstír og það sem lakara er, enginn hermir framkomuna upp á viðkomandi og ótrúlega mörgum virðist sama. Menn yppta öxlum og láta kyrrt liggja. Slíkt kann að standast um skamma hríð, en verður að þjóðarböli, þegar til lengdar lætur.

Davíð Oddsson forsætisráðherra í áramótaræðu 2002