Björn Bjarnason veltir því fyrir sér hvort Orkuveita Reykjavíkur muni ekki lækka verð á heitu vatni til borgarbúa. Að minnsta kosti eru rök til verðlækkunar ef gæta á samræmis í röksemdafæslum fyrirtækisins þegar verð hefur verið hækkað.

Björn skrifar í dagbók sína:

„Um miðjan ágúst 2003 hækkaði Orku­veita Reykja­vík­ur (OR) gjald­skrá fyrir heitt vatn um 5,8% m.a, vegna tekjutaps af völdum hlý­inda á ár­inu og þar með minni sölu á heitu vatni.

Hinn 25. febrúar 2015 birtist frétt á mbl.is um að OR hefði slegið met í sölu á heitu vatni í janúar 2015, alls 9.660 þúsund rúm­metrar, eða nærri 9,7 millj­ón­ir tonna. Fyrra metið var 9.631 þúsund rúm­metr­ar í des­em­ber árið 2013. Notk­un­in í fe­brú­ar var mik­il en ólík­legt er talið að met hafi verið slegið þar sem mánuður­inn er þrem­ur dög­um styttri en janú­ar. Kann­an­ir OR sýna að um 90% af heita vatn­inu renna til kynd­ing­ar.

Skyldi gjaldskráin lækka núna?