Þegar þjóðin komst að því að hún var ekki rík, en hafði í besta falli verið blekkt til að trúa því og þeir sem höndluðu með milljarða, milljarðatugi og milljarðahundruð ýmist áttu ekkert á yfirborðinu eða höfðu klúðrað málum með þeim hætti að vogunarsjóðir þeirra, bankar og önnur fjármálafyrirtæki fóru á hausinn hófst glæpamannavæðing þjóðfélagsins.

Það var eðlilegt að fólki yrði brugðið og gleymdi á svipstundu peningalegri afsiðun sinni og leitaði að sökudólgum. Fremstir í för fóru tveir háskólakennarar ásamt Agli Helgasyni sem mærðu síðan þann sem tók við Fjármálaeftirlitinu sem forstjóri fyrir að henda ónýtum málum í haugum í hausinn á Sérstökum saksóknara.

Jón Magnússon