Mér er ekki kunnugt um að ágreiningur hafi nokkru sinni verið uppi um að Fjármálaeftirlitið byggði stjórnvaldsákvarðanir sínar um töku eigna Glitnisbanka hf., Kaupþingsbanka hf. og Landsbanka Íslands hf. í október 2008 á þeirri grundvallarforsendu, að fyrir þær yrði greitt sannvirði, og að sannvirðið yrði leitt fram með mati aðila sem Fjármálaeftirlitið skipaði til þess. Fundið sannvirði á yfirtökudegi yrði svo greitt með skuldabréfum, væri sannvirði eigna hærra en skuldirnar sem yfirteknar voru á sama tíma.

Sannvirðið átti að miða við yfirtökudag, sem var í október 2008. Orðin tvö sannvirði og yfirtökudagur skipta því sköpum í allri vitiborinni umræðu um hvort farið hafi verið út fyrir þann lagaramma sem neyðarlögin settu og þær skuldbindingar sem íslensk stjórnvöld undirgengust m.a. gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eftir hrun efnahags- og bankakerfisins 6. október 2008.

Sigurður G. Guðjónsson