Með hliðsjón af óumdeildum ávinningi gagnsæis er það áhyggjuefni hversu lítið gagnsæi er í kringum afgreiðslu beiðna um undanþágur frá gjaldeyrishöftum, einkum ef haft er í huga hversu mikilvægar ákvarðanir er um að ræða sem geta haft veruleg áhrif á umsækjendur og íslenskt efnahagslíf, eins og nýleg dæmi sanna. Seðlabankinn telur gagnsæi takmörkunum háð vegna þagnarskyldu gagnvart umsækjendum en hefur reynt að koma til móts við kröfu um aukið gagnsæi með birtingu upplýsinga um almenna framkvæmd undanþágubeiðna á heimasíðu sinni.

Páll Harðarson