Oft er látið að því liggja að innflutningur búvara sé hér að mestu bannaður. Helst að einstöku sinnum sé leyft að flytja inn eitthvert smáræði, en þá undantekningalaust á ofurtollum.  En 52 milljarðar eru ekki smáræði. Markaðurinn er ekki lokaðri en svo að innflutningur á kjöti, sem nýtur tollverndar, hefur vaxið stórlega frá 2010. Markaðshlutdeild innflutts kjöts er orðin á bilinu 10–15% í kjúklinga-, svína- og nautakjöti. Reynt er í skýrslunni að leggja mat á umfang tollverndar, að meðtöldum gjöldum sem innflytjendur greiða fyrir tollkvóta, þegar þeir eru boðnir út. Niðurstaðan er að hún sé á bilinu 18–50% af innkaupsverði vörunnar erlendis að viðbættum flutningskostnaði (CIF verð) og greiðslum fyrir tollkvóta.  Hlutfallið af endanlegu söluverði er lægra þar sem við þetta verð á eftir að bæta heildsölu- og smásöluálagningu og virðisaukaskatti, en þeir þættir leggjast auðvitað líka á innlenda framleiðslu.

 

Sindri Sigurgeirsson