Þrátt fyrir þessi fyrirmæli æðstu ráðherra í ríkisstjórn Bretlands hafa embættismenn eytt 100 milljónum punda á síðustu fjórum árum í leigubíla, farmiða á viðskiptafarrými í flugvélum og á fyrsta farrými í lestum. Þessi upphæð skiptist þannig að 60 milljónir punda hafa farið í flugmiða á viðskiptafarrými, 26 milljónir punda í leigubíla og 13 milljónir punda í að ferðast á fyrsta farrými í lestum …

Hvernig eru þessar reglur hér?

Er þeim fylgt?

Styrmir Gunnarsson á bloggsíðu sinni 28. janúar 2015