Það verður varla sagt að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hafi sterka skoðun á afdrifum aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu. Hún ,,telur og gerir ráð fyrir” og ,,setur fyrirvara”.

Það er ekki annað vitað en að Vinstri græn telji hag okkar betur borgið utan Evrópusambandsins en innan. Stefna hreyfingarinnar er þannig sú sama og stefna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins í málinu. Ef svo er, þá er eðlilegt að spurt sé hvaða tilgangi það þjóni að halda áfram skrípaleik Samfylkingarinnar í þessu máli. Í fyrstu þegar Vinstri græn höfðu ákveðna skoðun til aðildar Íslands að Evrópusambandinu þá tældi Samfylkingin þau til fylgilags við málið með orðinu ,,könnunarviðræður”.

Jón Baldur Lorange