Mér varð til að mynda hugsað til þessa dilkadráttar þegar ég las viðbrögð við hugmyndum utanríkisráðherra um að halda ráðstefnu karla um jafnréttismál. Einhverra hluta vegna fann ákaft áhugafólk um jafnrétti hugmyndinni allt til foráttu og grínaðist með að Gunnar Bragi hefði augljóslega ekki lesið neitt um kynjajafnrétti síðan 1950 fyrst áherslan væri á karlmenn. Mér finnst faktískt undarlegt að sama fólk og hefur ítrekað rætt um að ójafnrétti sé ekki síður vandamál karla en kvenna, agnúist svo út í vettvang sem bæði í efni og formi segir nákvæmlega það.

Hildur Sverrisdóttir