Það er alltaf léttara yfir þegar samningalotu við kjarasamningaborðið lýkur með undirritun. Þetta á sérstaklega við ef verkfall hefur skollið á og staðið í einhvern tíma. Þess vegna var einstaklega ánægjulegt þegar skrifað var undir kjarasamning tónlistarkennara nú í lok nóvember þegar verkfall Félags tónlistarkennara hafði staðið í fimm vikur. Vonandi verður samningurinn samþykktur í atkvæðagreiðslu.

Öllum þykir erfitt þegar verkfall stendur yfir því það hefur áhrif á daglegt líf mjög margra. Þessi áhrif eru mismikil en alltaf töluverð enda næðust markmið með verkfalli varla fram ef svo væri ekki.

Halldór Halldórsson