Sjálf segist Kolbrún hafa hlotið „menningarlegt uppeldi“ í gegnum rás 1. Gagnrýnendur ættu að horfa aftur til æskuára sinna og þar með sannfærast um framtíðargildi ríkisútvarpsins. Menn eigi að þakka fyrir útvarpsleikrit, síðdegissögur, ljóðaflutning, sinfóníutónleika, útvarpsmessur, bænir, upplestur á Passíusálmunum og síðasta lag fyrir fréttir. Fráleitt er að þörf sé á meira en 500 milljónum króna á mánuði til að dreifa þessu efni til þeirra sem þrá það.

Fortíðarþráin sem birtist í orðum Kolbrúnar Bergþórsdóttur er í raun fráleit röksemd fyrir að halda áfram rekstri ríkisútvarpsins með því að hækka framlög til þess og létta af því lífeyrisskuldbindingum.

Björn Bjarnason / Evrópuvaktin