Þetta þýðir að hver innistæðueigandi geti að lágmarki fengið 16 milljónir króna greiddar úr innistæðutryggingarsjóði sem stjórnvöld þurfa að setja á laggirnar. 

Íslenska ríkið er skuldbundið samkvæmt EES-samningnum til að innleiða þessa tilskipun í íslenska löggjöf þar sem hún snýr að fjármálaþjónustu sem fellur undir samninginn. Þrýstingur er af hálfu ESB að EES-ríkin lögfesti tilskipunina að aðalefni sínu. Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar hefur miklar efasemdir um réttmæti þess.

 

Hefur efasemdir um innistæðutryggingu og segir hana veita falskt öryggi.