Styrmir Gunnarsson spyr hvar stjórnarnandstaðan sé og hvort hún ætli að láta Morgunblaðið vera “eitt um stjórnarandstöðuna”. Í pistli á Evrópuvaktinni segir Styrmir, sem var áður ritstjóri Morgunblaðsins, að það sé varasamt fyrir sjónarandstöðuna að fara í of langt frí þegar í 10-11 mánuðir séu í mesta lagi til næstu þingkosninga. Þeir sem vilji taka við landsstjórninn geti ekki farið í frí.

Í pistlinum spyr Styrmir síðan:

“Hvað ætlar stjónarandstaðan að gera til að greiða fyrir því að aðildarumsókninni verði lokið á einn eða annan veg?

Hverjar eru tillögur stjórnarandstöðunnar um lausn þeirrar stjórnskipulegu kreppu, sem augljóslega er orðin til?

Hvað ætlar stjórnarandstaðan að gera til að koma í veg fyrir uppgjöf í makríldeilunni?

Varla ætlar hún að láta Morgunblaðið eitt um stjórnarandstöðuna – eða hvað?

Hvort sem mönnum líkar betur eða ver koma þær stundir í lífi þeirra, sem vilja taka við landsstjórninni að þeir geta ekki farið í frí!”