Samkvæmt nýrri könnun MMR er Björt framtíð að festa sig í sessi sem stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Samfylkingin nær ekki vopnum sínum og Vinstri grænir eru fastir.

Páll Vilhjálmsson er með stutta stjórnmálaskýringu á bloggsíðu sinni í tilefni af könnun MMR:

„Björt framtíð er mildríður íslenskra stjórnmála, vill engan styggja og starfar bæði til vinstri og hægri, eins og kom á daginn eftir sveitarstjórnarkosningarnar.

Sterkt fylgi við Bjarta framtíð lýsir andúð kjósenda á öfgapólitík Samfylkingar (ESB-aðild eða dauðinn) og hatursorðræðu Vg, sem einkum er í boði varaformannsins.”