Eitt helsta markmið mitt sem innanríkisráðherra er að auka öryggi almennings og þar er öryggi í umferðinni ekki undanskilið. Við höfum nú þegar fjölgað lögreglumönnum og aukið akstur lögreglubifreiða, sem tryggir aukið eftirlit á vegum landsins. Að sama skapi hefur Vegagerðin lagt áherslu á viðhald vega með það að markmiði að gera þá betri og öruggari. Við þetta bætist aukin fræðsla frá Samgöngustofu og eins frá einkaaðilum á borð við FÍB og fleirum sem láta sig varða umferðaröryggi. Öllum þessum aðilum ber að þakka fyrir framlag þeirra til að auka öryggi okkar í umferðinni.

Hanna Birna Kristjánsdóttir