Það hefur hrikt í innviðum Evrópusambandsins (ESB) vegna átakanna við Rússa um Úkraínu, því að sitt hefur hverjum sýnzt í leiðtogaráði þess um stefnumótunina. Kemur ætíð í ljós, er á reynir á þessum vígstöðvum, að hver er sjálfum sér næstur, og engin Evrópukennd er fyrir hendi. Evrópusambandið eru hagsmunasamtök, þar sem Þjóðverjar og Frakkar fara yfirleitt sínu fram, og hin ríkin ræða málin til málamynda í upplýsingaskyni, en gera sjaldnast ágreining um málamiðlun hinna tveggja. Á þessu kann þó að verða breyting, og eru Bretar nú með uppsteyt, sem enda kann með sprengingu.

Bjarni Jónsson