Fyrst ausa fótaboltasérfræðingar Ríkissjónvarpsins yfir okkur úr viskubrunnum sínum áður en leikirnir hefjast. Eftir leikina segja þeir hvað okkur eigi að finnast um leikina. Hve margar milljónir skyldi Ríkissjónvarpið borga fyrir þetta tuð? Fróðlegt væri að vita það, en sennilega er það ríkisleyndarmál. Við bara borgum. Spyrjum ekki.

Eiður Guðnason í molum um málfar og miðla 27. júní 2014