„Það hefur sýnt sig að yfirlýsing um að stefnt sé að Evrópusambandsaðild er töfralausn við fjármálalegum óstöðugleika og aðstæðum á borð við þær sem Íslendingar standa nú frammi fyrir.

Þetta sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og þá óbreyttur þingmaður í samtali við Viðskiptablaðið í október 2008.

Páll Vilhjálmsson rifjar þessi ummæli upp á bloggsíðu sinni um leið og hann spyr:

„Ætli Árni Páll sé enn sama sinnis?”