Síðan höftin voru sett á hafa “rannsóknir” Seðlabanka Íslands aukist mjög í umsvifum. Margir hafa fengið vinnu við að framkvæma þessar rannsóknir. Margir fá þannig að ganga í jakkafötum og vera með bindi og framkvæma yfirheyrslur. Nú er búið að rannsaka útgerðarfyrirtæki og venjulegt fólk sem notar kreditkortið sitt til að versla á netinu. Næstir eru tryggingamiðlarar. Það er rökrétt. Við þurfum að halda þessu fólki í Seðlabanka Íslands uppteknu við eitthvað, ekki satt?

Boð og bönn eru lífskraftur ríkisvaldsins og á þeim dafnar það og þenst út.

Geir Ágústsson á bloggsíðu sinni 25. júní 2014