Ég hafði líka rangt fyrir mér um daginn þegar ég talaði um að Viðreisn væri gott nafn á stjórnmálahreyfingu. Það er það alls ekki.

Viðreisn er nafn á ríkisstjórn sem Sjálfstæðisflokkurinn leiddi. Hún er partur af sögu þess flokks. En fæstir þekkja þetta núorðið – og í raun bendir nafnið til þess að þeir sem finna það upp séu með hausinn og hugann inni í Sjálfstæðisflokknum og einhverri kremlólógíu þar innandyra. Það er frekar eins og verið sé að kallast á við Björn Bjarnason en unga kjósendur í landinu.

Egill Helgason á bloggsíðu sinni 12. júní 2014