Getur verið að ríkið og sveitarfélögin séu að deila út almannafé í stórum stíl eftir geðþótta og án lagaheimildar? Mig grunar að þeir sem fara með fé og eigur almennings hafi í einstaka tilvikum útbýtt gæðum án lagaheimildar. Og oftar en ekki verið klappað á bakið fyrir stuðning við svona góð málefni. En fróðlegt væri að vita hversu miklu almannafé er eytt í þessi “góðu” mál. Og hver skyldi vera ábyrgð þeirra sem deila út almannafé án heimildar og án skyldu viðtakanda til endurgjalds? Er hún bara pólitísk eða kann hún að vera refsiverð?

Brynjar Níelsson alþingismaður í fésbókarfærslu 12. júní 2014