Norrænu sjónvarpsstöðvarnar sýndu mikið af vönduðum og mjög fróðlegum heimildamyndum, þegar þess var minnst 5. og 6. júní að 70 ár voru liðin frá innrás bandamanna í Normandí, sem olli straumhvörfum í seinni heimsstyrjöld. Ótrúlegt skipulag og mikinn undirbúning þurfti til að hrinda þessari miklu aðgerð í framkvæmd.. Sjö þúsund skip og 250 þúsund hermenn. Tíu norsk herskip og 50 flutningaskip tóku þátt í aðgerðinni. Herliðinu þurfti að koma á land á einum sólarhring. Íslenska ríkissjónvarpið hefur ekki minnst þessara tímamóta nema í fréttum. Það leggur fram sinn skerf til þess að hér vaxi úr grasi kynslóðir, sem vita lítið sem ekkert um sögu liðinnar aldar.

Eiður Guðnason í pistli á bloggsíðu sinni 12. juní 2014