Ríkissjónvarpið setur upp leikrit í fréttum. Þar koma fram oddvitar flokkanna í hverju kjördæmi fyrir sig. Þeir þylja kosningaloforð flokkanna. Skilaboð sjónvarpsins eru þessi: Ef þú hlustar á öll loforðin, geturðu ákveðið hvern þú kýst. Bara mjög fávíst fólk trúir þessu og aðeins mjög fávísir fréttamenn trúa, að þetta sé málið. Fréttamennirnir virðast lifa í sérstökum heimi, þar sem ekkert síast inn af reynslu undanfarinna kosninga. Raunar er alls ekkert samband milli loforða og efnda. Illa gert er að halda slíku sambandi á lofti. Slík tilraun til að blekkja kjósendur nefnist á fagmáli: „Disinformation“.

Jónas Kristjánsson á heimasíðu sinni.