Slugsið á íslenskum vinnustöðum er víðfrægt. Hver kannast ekki við myndina af íslenska starfsmanninum sem stikar um vinnusvæðið, 3 skref til hægri, tvö skref til vinstri,… kjaftandi í gemsann sinn sem leysir hann undan vinnuskyldu eins lengi og verkast vill. Svo þarf hann að vera heima hjá veikum börnum, fara til tannlæknis, fara í jarðarför, skreppa í banka. Allt nema að vinna fyrir kaupinu…

Svo horfi ég á faglærða Pólverja vinna austur í sveitum. Þeir bara vinna og líta ekki upp. Enginn sími, ekkert kjaftæði, engir smóktæmar, fara á kamarinn á morgnana í eigin tíma, engar skreppingar ekkert slugs.

Halldór Jónsson á bloggsíðu sinni