Ávöxtunarkrafa 10 ára ríkisskuldabréfa Spánar er kominn yfir 7% og á sama tíma hefur ávöxtunarkrafa ítalskra skuldabréfa hækkað í 6,1%. Ávöxtunarkrafa yfir 7% er talin ósjálfbær til lengri tíma. Hækkun ávöxtunarkröfu eykur enn á vanda sem fjármálaráðherra evruríkjanna þurfa að glíma við en þeir koma saman til fundar í dag. Þar er búist við að frekari upplýsingar um björgun spænska bankakerfisins verði kynntar.

Á sama tíma og spænska og ítalska ríkið glíma við hækkandi fjármagnskostnað flýja fjárfestar til Þýskalands. Í útboði á skammtíma bréfum þýska ríkisins lækkaði ávöxtunarkrafan og er nú neikvæð (0,03%). Með öðrum orðum; fjárfestar eru tilbúnir til að greiða þýska ríkinu fyrir að fá að veita því lán.

Financial Times greinir frá því í dag að spænsk stjórnvöld séu tilbúin til að stofna “vondan banka” (bad bank) til að taka yfir ótryggar eignir þarlendra banka. Stofnun slíks banka væri hluti af 100 milljarða evru björgunarpakka.

Spain bows to ‘bad bank’ idea

Spanish borrowing costs rise ahead of euro summit

Tighter Control for Euro Banks

Ljóst er að verulegur ágreiningur er á meðal evruríkjanna um hvernig standa skuli að björgun banka og einstakra landa. Finnar og Hollendingar vilja fara varlega í sakirnar og hafa efasemdir um sameiginlegan björgunarsjóð og sameiginlega eftirlitsstofnun með fjármálafyrirtækjum.

Á sama tíma er engan bilbug að finna á íslenskum stjórnvöldum sem halda áfram viðræðum við Evrópusambandið. Gríðarlegir erfiðleikar evrusvæðisins hafa engin áhrif og hótanir um viðskiptaþvinganir skipta engu. Íslenski fjármálaráðherra telur að hagstætt fyrir land og þjóð að ganga inn í evruland, á sama tíma og frændur okkar Finnar eru fullir efasemda um áframhaldandi veru sína. Og utanríkisráðherra hefur engar áhyggjur af hótunum um viðskiptaþvinganir enda Íslendingar vanir að hafa sigur í fiskveiðideilum.

Steingrímur J. Sigfússon og Árni Þór Sigurðsson taka þátt í leikritinu. Taka skorpur hér á landi til “heimabrúks” en eru fullir aðdáunar í Brussel.