Flokkurinn [Sjálfstæðisflokkurinn] vill auka frelsi foreldra barna á báðum skólastigum til að velja þann skóla er þeir telja börnum sínum fyrir bestu. Flokkurinn mun stuðla að og efla samráð og samstarf við foreldrasamtök grunn- og leikskóla. Ásamt því að stefna ákvarðanatöku í þeim málaflokki enn frekar í farveg faglegra vinnubragða og samráðs. Foreldrar eiga jú fullan rétt á því að vita hvar skóli barna þeirra stendur í samanburði við aðra skóla í borginni.

Kristinn Karl Brynjarsson í Morgunblaðsgrein 2. maí 2014