Páll Vilhjálmsson bendir á hið augljósa: Leiðtogar stjórnmálaflokka bera ábyrgð á fylgi þeirra og að oftast sé samband á milli fylgis flokka og orðspors formanna þeirra. En þó er þetta ekki algilt.

Í pistli á bloggsíðu sinni skrifar Páll:

„Leiðtogar stjórnmálaflokka bera ábyrgð á fylgi þeirra. Formönnum er þakkað þegar vel gengur en krafðir um afsögn ef fylgið lætur á sér standa. Það er líka svo að oftast er samband milli fylgis flokka og orðspors formanna þeirra.

Í tilfelli VG málum öfugt farið. Þar stendur í brúnni vinsæll og virtur formaður, Katrín Jakobsdóttir, en fylgi flokksins er hallærislega lítið, varla prósentustigi yfir kjörfylgi síðustu kosninga sem gáfu 10,9%.

Án persónufylgis Katrínar væri VG líklega fimm prósent flokkur.”