Vegna áherslunnar í Evrópumálum hafa harðlyndir sjálfstæðismenn, sem því miður sjá ekki Evrópuljósið, sakað Samfylkinguna um að vera eins máls flokkur. Það er alrangt eins og umræða síðustu daga hefur berlega sýnt. Auk Evrópumála hefur flokkurinn ástríðufullan áhuga á að stöðva plastumbúðanotkun landsmanna. Andstæðingar Samfylkingarinnar verða að sýna flokknum þá virðingu að gleyma ekki þessu brýna baráttumáli þegar þeir saka flokkinn um að veita einungis einu máli verulega athygli. Þau eru allavega tvö.

Kolbrún bergþórsdóttir blaðamaður í Morgunblaðinu 10. apríl 2014