Nú keppast menn við að telja okkur trú um að helstu hættumerkin í þjóðfélaginu séu ekki fólgin í því að gamla græðgiskerfið sé smám saman að komast á aftur – eftir stjarnfræðileg gjaldþrot og skuldaafskriftir – heldur sé mesta ógnin sú viðleitni og ósvinna að bæta almenningi eignamissi sinn að einhverju leyti.

Eins og alþjóð veit hrundi hér allt vegna þess að Jón og Gunna keyptu sér of marga flatskjái.

Þegar næsta Hrun kemur eftir nokkur ár verður það auðvitað vegna þess að þau Jón og Gunna fengu örlitla lækkun á útbólgnu húsnæðisláni sínu, ef til vill sem nemur tíu prósentum af kaupverði á einum af þeim gerðum lúxusjeppa sem eru farnir að seljast aftur á Íslandi.

Svavar Alfreð Jónsson á bloggsíðu sinni 31. mars 2014