Héraðsdómur Reykjavíkur hefur gert Borgarahreyfingunni að greiða Gunnari Sigurðssyni leikstjóra og Herberti Sveinbjörnssyni á þriðju milljón króna vegna vinnu við gerð myndbanda fyrir flokkinn. Borgarahreyfingin bauð fram til Alþingis og náði fjórum mönnum inn en klofnaði. Einn fór til Vinstri grænna en þrír stofnuðu Hreyfinguna. Borgarahreyfingin og Hreyfingin hafa síðan náð saman í Dögun ásamt fleirum.

Í tilefni af dómi Héraðsdóms skrifar Helga Kristjánsdóttir á bloggsíðu sína:

“Í hildarleik eftirhruns panikinni varð Borgarhreyfingin til. Lagt var upp með glænýjan flokk og stefnuskrá líkt og allir aðrir flokkar, heit um hagsmunavörslu fyrir hina minnstu meðbræður. Fólk sem var reitt og miður sín, tók trú og kaus þetta nýja afl. Meðlimir þessa örflokks blönduðu geði við mótmælendur á Austurvelli á fyrstu árum þingsetu sinnar og býsnuðust yfir ákafa og frekju Jóhönnu í öflun fylgis við umsókn í Esb. Hvað kom fyrir þetta blessaða fólk? Loksins er þau hafa ráð lýðræðis í hendi sér, þakka þau ekki kjósendum traustið, og fella ógnarstjórnina. Þau hafa það í hendi sér, en Gunnari, leikstjóra og Herberti skulu þau borga, enda ekki eins öflug og stjórnin sem virðir úrskurð hærra dómsstigs að vettugi, þegar henni hentar.”