„Undarlegt er það, að „Kíkja- í- pakkann“ fólkið skuli láta sér nægja að horfa á pakkann þar sem Dagur B. Eggertsson er,” skrifar Ívar Pálsson framkvæmdastjóri og útflytjandi í pistli á bloggsíðu sinni. Tilefnið er niðurstaða könnunar Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið sem sýnir að oddviti Samfylkingarinnar nýtur mests stuðnings í stól borgarstjóra. Tæplega 55% þátttakenda, sem afstöðu tóku í könnuninni, vilja að Dagur B. Eggertsson verði næsti borgarstjóri.

Ívar heldur því fram að stefnumálin sem Dagur „stendur fyrir og staðreyndirnar um stjórnarferil hans (með Jón Gnarr sem brúðu)” geti varla stutt þetta mikla fylgi ef grannt yrði skoðað:

„ Öllu er nú snúið á haus hjá mjúkmæltum frambjóðandanum: óstjórn og bruðl heitir nú festa og stöðugleiki. Jú, stöðugt er tapið.”

Síðan skrifar Ívar:

„Ídealisminn um samgöngur á reiðhjólum í stað bifreiða er annað sem hljómar vel hjá Degi en er afleitt í raun og lýsir vel þeirri staðreynd að 90% fimm efstu sæta meirihlutaflokkanna í borginni býr í 101 Reykjavík. Konurnar í öllum hinum hverfum borgarinnar hafa varla verið spurðar á leið sinni í vinnuna í stíflaða umferðarflæðinu þegar þær voru spurðar um vænlegasta borgarstjóraefnið.”

„kynni sér almennilega hvernig borginni hafi verið stýrt fyrir næstu kosningar og sú framtíðarsýn er sem flokkur Dags boðar, t.d. með öllu sínu flugvallarleysi, skuldaaukningunum, skipulagsslysum og umferðartöfum”:

„Þá er kannski loksins kíkt í pakkann.”