Már Guðmundsson seðlabankastjóri sá ástæðu til þess í yfirlýsingu 13. mars, að gera sérstaka athugasemd  við fullyrðingu Staksteina Morgunblaðsins um að hann og Lára V. Júlíusdóttir væru flokkssystkin.

Már Guðmundsson í Þjóðviljanum

Staksteinar fjölluðu um „sjálftökumálið” í Seðlabankanum 11. mars og þar sagði meðal annars:

„Þá er í ljós komið að þau flokkssystkinin voru að bralla í leynd með þessa fjármálagerninga örfáum dögum áður en nýtt bankaráð tók til starfa!”

Í lok yfirlýsingar Más segir:

„Í lokin get ég ekki á mér setið að leiðrétta rangfærslu sem ég rakst á í Staksteinum við skrif þessarar yfirlýsingar. Þar erum við Lára Júlíusdóttir, fyrrverandi formaður bankaráðs, titluð flokkssystkin. Það höfum við hins vegar aldrei verið. Þegar ég hætti stjórnmálaafskiptum á árinu 1994 var ég í Alþýðubandalaginu. Lára var mér vitanlega aldrei þar enda í Alþýðuflokknum, Þjóðvaka og síðan í Samfylkingunni. Ég hef aldrei starfað í neinum af þessum flokkum. Að vísu hafði ég á einhverjum tíma spurnir af því að nafn mitt hafði verið flutt úr Alþýðubandalaginu yfir í þann flokk. En mér tókst að fá það afskráð fyrir nokkrum árum.”

Már Guðmundsson mun ekki hafa verið sá eini sem var „fluttur” úr Alþýðubandalaginu í Samfylkinguna á sínum tíma. Hugur hans hefur örugglega aldrei staðið til þess að taka þátt í störfum flokks sem kennir sig við jafnaðarmennsku.

Már var lengi einn af forystumönnum Fylkingarinnar, flokks baráttusinnaðra kommúnista. Hann gekk til liðs við Alþýðubandalagið ásamt flestum (en ekki öllum) félögum sínum í Fylkingunni árið 1984. Af því tilefni átti Þjóðviljinn viðtal við Más á skrifstofu hans í Seðlabankanum. Draumurinn var stór verkalýðsflokkur sem væri í ríkisstjórn eða eins og Már sagði í viðtalinu:

„Innan fjórða Alþjóðasambandsins sem Fylkingin er í, hefur sú lína lengi verið uppi að starfa innan stórra verkalýðsflokka einsog félagar okkar í Bretlandi starfa í Verkamannaflokknum og svo framvegis. Við munum starfa í fagfélögunum og í Alþýðubandalaginu. Við erum þeirrar