Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, veltir því fyrir sér í dagbókarfærslu hvort sagan úr Landsbankanum sé að endurtaka sig í Seðlabankanum. Bankastjórar Landsbankans neydust til að segja af sér.

Björn skrifar:

„Fyrir um það bil tveimur áratugum neyddust bankastjórar Landsbanka Íslands til að segja af sér af því að þeir sögðu ekki rétt frá málavöxtum sem snerti risnu og laxveiðar. Var þáverandi viðskiptaráðherra meðal annars lagt til rangt efni í svar á alþingi. Spurningin er hvort sama atburðarás sé að endurtaka sig í Seðlabanka Íslands. Hafi sjálfstæði seðlabankans verið í húfi vegna ákvarðana um laun til bankastjórans er trúverðugleiki bankans í húfi vegna allrar stjórnsýslu í kringum málið.”