Veiðigjöld hækkuðu um 8,3 milljarða frá árinu 2009 til 2012 sem er liðlega níföldun. Í skriflegu svari fjármálaráðherra við fyrirspurn um skatttekjur ríkissjóðs kemur fram að hæstu veiðigjöldin á íbúa eru í Vestmannaeyjum, á Höfn í Hornafirði og í Grindavík. Þannig eru veiðigjöld á hvern íbúa í Vestmannaeyjum nær 16-sinnum hærri en í Reykjavík, þó í heild greiði útgerðarfyrirtæki í Reykjavík samtals hæstu veiðigjöldin, eins og sést á meðfylgjandi töflu um hæstu veiðigjöldin. Veiðigjöld heild - grafík

Í heild voru veiðigjöld í Reykjavík, Vestmannaeyjum um ellefu sinnum hærri 2012 en 2009. Fyrirtæki á Akureyri greiddu 12-sinnum hærri gjöld og í Fjarðarbyggð hækkuðu gjöldin meira en 14-falt.veiðigjöld hæstu gjöldin

 

Árið 2012 námu veiðigjöld um 332 þúsundum króna á hvern íbúa í Vestmannaeyjum sem er nær 302 þúsund króna hækkun frá 2009. Hækkun veiðigjaldsins á hvern íbúa á Höfn í Hornafirði var 218 þúsund og í Grindavík nær 182 þúsund krónur.

Veiðigjöld á íbúa