Nelson Mandela, frelsishetja og fyrrverandi forseti Suður-Afríku er látinn 95 ára að aldri. Mandela er á efa einn merkasti stjórnmálamaður samtímans. Hann var tákn frelsis, jafnræðis og mannréttinda um allan heim og einn áhrifamesti einstaklingur sinnar samtíðar.

Mandela leiddi Suður-Afríku í gegnum afnám Apartheit – kynþáttaaðskilnaðarstefnu hvítra manna í Suður-Afríku og tryggði að þjóðin náði sáttum.

The video cannot be shown at the moment. Please try again later.

Hér er ræða sem Mandela flutti þegar hann tók við embætti forseta Suður-Afríku árið 1994.

The video cannot be shown at the moment. Please try again later.