Gunnlaugur Jónsson hefur þann hæfileika að setja fram og greina flókin mál með einföldum hætti. Ábyrgðarkver fjallar um hvernig persónuleg ábyrgð var aftengd á árunum fyrir hrun með jafnt raunverulegri og ætlaðri ríkisábyrgð á bönkum. Þannig gátu bankar farið með peninga annarra að eigin vild án eðlilegs aðhalds eigendanna.

Gunnlaugur dregur fram með skýrum hætti hvernig aukin ríkisafskipti af einkareknum fjármálafyrirtækjum færði ábyrgðina frá bankamönnum, fjárfestum og viðskiptavinum þeirra yfir til ríkisins og almennings. Slíkt gat ekki annað en leitt til ófarnaðar. Þegar horfið er frá persónulegri ábyrgð byrja einstaklingar að hegða sér með óábyrgum hætti. Þetta á jafnt við um einkalíf og önnur mál.

Ábyrgðarkver er skyldulesning fyrir alla sem vilja skilja af hverju íslenska bankakerfið féll. En bókin skýrir einnig margt annað sem miður hefur farið hér á landi og í öðrum löndum, þar sem búið er að einstaklinginn „ábyrgðarlausan“.

The video cannot be shown at the moment. Please try again later.