Þegar skattgreiðendur huga að því hvernig ríkið fer með peningana þeirra blasa neðangreinar staðreyndir við:

  • Á þessu ári er áætlað að útgjöld nemi 583 þúsund milljónum króna.
  • Þrisvar sinnum hærri fjárhæð á föstu verðlagi en 1980.
  • Útgjöld hafa hækkað um 3,4 milljónir króna að raunvirði á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Þetta jafngildir:
  • 56% af árslaunum meðallaunamannsins.
  • Ríkisútgjöld jafngilda því að hvert heimili greiði 7,2 milljónir króna eða 600 þúsund krónur á mánuði til ríkisins.
  • Á síðasta ári námu meðallaun (heildarlaun) 510 þúsund krónum á mánuði.