Stjórnsýsla hins opinbera tekur æ meira til sín. Árið 2007 var hlutdeild stjórnsýslunnar í útgjöldum hins opinbera um 11,6% en á síðasta ári 19,2% samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Liðlega tvær krónur af hverjum tíu sem ríki og sveitarfélög fengu í tekjur á liðnu ári fóru í að standa straum af stjórnsýslunni.Stjórnsýslan

Á föstu verðlagi kostaði stjórnsýslan 53,3 milljörðum krónum meira árið 2012 en 2007. Þetta jafngildir um 660 þúsund krónum á hvert meðalheimili. Samkvæmt samantekt Hagstofunnar kostaði stjórnsýsla hins opinbera 154,4 milljarða króna á liðnu ári eða um 1,9 milljónir króna á heimili.