Íslendingar ásamt Japönum, Norðmönnum og fleiri þjóðum greiddu atkvæði gegn tillögu um griðasvæði fyrir hvali í Suður-Atlantshafi á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins. Álfheiður Ingadóttir er ósátt og Ólína Þorvarðardóttir einnig. Jón Baldur L’Orange er hins vegar sáttur. Hann skrifar á bloggsíðu sína:

“Ef Álfheiður og Ólína eru ósáttar við eitthvað þá er ég sáttur. Og svo er um meirihluta landsmanna trúi ég. Megi þær verða ósáttar við sem flest, þá vegnar okkur vel. Og þegar Mörður Árnason er ósáttur líka þá hlýtur málið að vera afar farsælt fyrir land og þjóð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið á hrós skilið fyrir vasklega framgöngu í þessu máli.”