Forsjárhyggjan birtist með ýmsum hætti og yfirleitt eru þeir sem vilja hafa vit fyrir öðrum ekki samkvæmir sjálfum sér. Pólitískur rétttrúnaður kemur yfirleitt í veg fyrir samkvæmni.

Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri og höfundur bókarinnar Ábyrgðarkverið, veltir fyrir sér af hverju margir hneykslist á Ögmundi Jónssyni innanríkisráðherra fyrir að setja fram hugmyndir um að banna klám. Gunnlaugur spyr:

En ef það er í lagi að banna fólki að skipta á krónum og jenum, af hverju er ekki í lagi að banna klám?

Ef það er í lagi að banna fólki að rækta tilteknar plöntur heima hjá sér, af hverju er ekki í lagi að banna klám?

Ef það er í lagi að banna fólki að keyra leigubíl, af hverju er ekki í lagi að banna klám?

Ef það er í lagi að banna fólki að reka happdrætti, af hverju er ekki í lagi að banna klám?

Ef það er í lagi að banna fólki að halda sínum eigin peningum, af hverju er ekki í lagi að banna klám?

Ef það er í lagi að banna fólki að veita fjármálaráðgjöf, af hverju er ekki í lagi að banna klám?

Ef það er í lagi að banna fólki að stunda hnefaleika, af hverju er ekki í lagi að banna klám?

Ef það er í lagi að banna fólki að gera breytingar á húsum sínum, af hverju er ekki í lagi að banna klám?

Gunnlaugur spyr í lokin:

Er klám svona frábært?

Eða er Ögmundur víðar en við höldum?