Ég keypti á Keflavíkurflugvelli á leiðinni utan bókina Iron Curtain: The Crushing of Eastern Europe (Járntjaldið: Austur-Evrópa troðin í svaðið) eftir bandaríska sagnfræðinginn og blaðamanninn Anne Applebaum. Þetta er fjörlega skrifuð og fróðleg bók um það, hvernig kommúnistar lögðu undir sig löndin í Mið- og Austur-Evrópu eftir seinni heimsstyrjöld.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson