Hvar í veröldinni yrði það liðið að fyrirtækjasamstæða sem er með yfir 60% hlutdeild í matvöruverslun í einu landi og þar að auki með ráðandi hlutdeild í allri annarri verslun og þjónustu sama lands, frá lyfjaverslun til flugsamgangna, eignaðist jafnframt 2/3 af dagblöðum landsins og 50% af sjónvarps- og útvarpsfréttastofum landsins?
Auðvitað hvergi. En uppi á Íslandi er heill stjórnmálaflokkur á vinstri væng stjórnmálanna sem ver þessa hringamyndun með oddi og egg.
Hvernig skyldu þingmenn Samfylkingarinnar útskýra þessa afstöðu sína þegar þeir hitta félaga sína frá öðrum lýðræðislöndum? Sennilega þegja þeir þunnu hljóði því að í hópi jafnaðarmanna í öðrum þróuðum lýðræðisríkjum væru þeir álitnir fullkomin viðundur fyrir fylgispekt sína við auðmennina í Baugi.

Jakob F. Ásgeirsson rithöfundur í greininni „Baugur-Ísland, óskalandið!“ í Viðskiptablaðinu 4. febrúar 2004.