Kosningabaráttan fyrir alþingiskosningar er hafin þó landsmenn eigi eftir að ganga að kjörborði og velja sér forseta. Samfylkingar leggja meðal annars áherslu á að grafa undan helstu forystumönnum Framsóknarflokksins. Markmiðið er tvíþætt. Annars vegar að reyna að koma í veg fyrir góðan árangur framsóknarmanna í komandi kosningum og hins vegar að leiða forystumönnum flokksins fyrir augu hvað bíði þeirra ef þeir leggjast ekki flatir fyrir ríkisstjórnarflokkunum við myndun nýrrar stjórnar.

Jóhanna og Steingrímur vita að þau munu ekki hafa þingstyrk til að sitja áfram í ríkisstjórn og því leita þau eftir varadekkjum. Þau eru þegar búin að fá nokkur varadekk á þingi en ný framboð virðast ekki ætla að ná árangri. Því verður að berja á Framsóknarflokknum.

Eyjan greinir frá því að Herðbreið, undir ritstjórn Karls Th. Birgissonar, birti palladóm um Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins. Palladómurinn er sagður óvæginn. Miðað til tilvitanir Eyjunnar úr palladómnum er það vægt til orða tekið. Hitt virðist vera að helsta umkvörtunarefni höfundar er að Jóhanna og Steingrímur J. nái ekki sambandið við Sigmund Davíð. Hér skal því haldið fram að það sé jákvætt og góð meðmæli með framsóknarmanninum.