Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra, hefur brugðist hart við auglýsingu ASÍ þar sem ríkisstjórnin er sökuð um að hafa ekki staðið við gefin loforð í tengslum við gerð kjarasamninga í maí 2011. Steingrímur og Gylfi Arnbjörnsson tókust hart á í Speglinum og Kastljósi Ríkisútvarpsins. Þar féllu stór orð.

Í deilunum við Gylfa notaði Steingrímur J. mörg orð um framgöngu Gylfa og Alþýðusambandsins. Hér er listi yfir nokkur þeirra:

 • Gylfi kann ekki mannasiði
 • Það er lygi, Gylfi
 • Með endemum ósvífið
 • Þetta er auðvitað ekki boðlegt
 • Það er kannski takmarkað traust í bili milli mín og Gylfa Arnbjörnsson eins og hann hefur hagað sér
 • Svikaauglýsing
 • Svikabrigsl
 • Endemis ósvífni
 • Ómaklegt
 • Fá ASÍ eða Gylfa í bakið
 • Til lítils sóma
 • Dæmalaus auglýsing ASÍ
 • Ósæmilegt
 • Við [ríkisstjórnin] erum málefnaleg og sanngjörn öfugt við suma aðra
 • Það sorglega við þetta er …
 • Ábyrgðarlaust
 • Menn verða að kunna mannasiði
 • Óskammfeilin aðferð til þess að koma höggi á ríkisstjórnina